Bankahrun - sönn glæpasaga

Ég er að hugsa um að byrja að blogga í alvöru.  Ég mátti ekki vera að því að skrifa bókina um "Glæpabankann" eins og ég og fleiri kölluðum hann. Nú er mér eiginlega nóg boðið en verð þó að viðurkenna að ég þarf líklega einhverja hvatningu til skrifanna.

Ég hef alltaf trúað að að náttúruleg refsing sæki drullusokka heim, sérstaklega ef þeir iðrast ekki og halda áfram að vera drullusokkar. Nú er loksins að koma í ljós úr hverju þessir drullusokkar eru en þeir áttu stóran þátt í því að setja allt hér á hausinn.

Ég verð líklega að nafngreina alla í glæpasögunni enda eru þetta allt frægt fólk í dag - og flestir enn í sömu eða svipaðri stöðu.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér finnst stórmerkilegt að fylgjast með fátinu í kringum rannsókn á bankaglæpunum en íslensku lögreglunni er enn haldið fyrir utan málið af stjórnmálamönnum, á meðan fréttir herma að lögreglurannsókn sé hafin á sömu aðilum í Svíþjóð og gott ef ekki einnig í Noregi. 

Sigurjón Þórðarson, 4.11.2008 kl. 22:01

2 Smámynd: Ragnar Marteinsson

Ég las bréfið frá Boga sem er "hættur".  Ég held að eitthvað stærra búi þarna að baki en upp var gefið.  Líklega er glæpurinn svo stór að það verði að kalla til erlenda rannsóknarmenn sem eru "óháðir".

Ragnar Marteinsson, 4.11.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband